Kírópraktorafélag Íslands

straws

Félagar í Kírópraktorafélagi Íslands eru nú 17 talsins og starfa á 11 stofum. Um þessar mundir eru nokkrir Íslendingar í námi við viðurkennda erlenda háskóla. Að jafnaði er um fjögurra ára háskólanám að ræða auk eins árs hið minnsta að því loknu í starfsþjálfun.

Kírópraktík hefur þróast mjög á undanförnum áratugum og eru kírópraktorar stétt sem býr yfir mikilli þekkingu á helsta viðfangsefni sínu, stoðkerfisvandamálum.

Kírópraktík nær stöðugt betri fótfestu í hinu hefðbundna heilbrigðiskerfi og og einnig á sviði rannsókna og menntunar. Hér á landi hefur þjónusta kírópraktora verið í boði um nokkurra áratuga skeið.

Á þessari heimasíðu er að finna grunnupplýsingar um starf kírópraktora og reglugerðir er varða stéttina, siðareglur og nám auk yfirlits yfir kírópraktorastofur á Íslandi. 

General requirements for foreign citizens to practice chiropractic in Iceland pdficon