Til þín sem íhugar að gerast kírópraktor.
Hlutverk kírópraktora í heilbrigðiskerfinu Kírópraktorar eru sérfræðingar í tauga- og stoðkerfisvandamálum. Forvarnir, meðhöndlun og endurhæfing eru grunnþættir í menntun þeirra.
Flestir leita til kírópraktora vegna bakvandamála. Kírópraktorar fást auk þess við vandamál á borð við höfuðverk, mígreni, svima, verki í hnakka, öxlum og handleggjum, verki í brjósti, mjaðmagrind og mjöðmum og verki í hnjám, ökklum og fótum. Kírópraktorinn annast sjúklinga á öllum aldri, allt frá ungbörnum til aldraðra, en flestir eru þeir þó á þeim aldri sem fólk stundar fasta vinnu.
Persónulegir eiginleikar Kírópraktík er faggrein sem skilgreind er sem akademísk iðngrein. Gerðar eru kröfur um getu til að takast á við bæði fræðilegan og verklegan hluta starfsins. Í náminu eru gerðar miklar kröfur og próf eru bæði mörg og þung. Þess vegna er mikilvægt að kynna sér starfið áður en þú tekur ákvörðun um að mennta þig í kírópraktík. Kírópraktor þarf að hafa góða hæfileika til að meta aðstæður, þykja gaman að umgangast fólk og vera opin/n í viðmóti og sjálfstæð/ur. Það er talinn mikilsverður kostur að hafa gott vald á líkama sínum, sem til dæmis hefur mótast við ástundun íþrótta eða tómstundagamans sem gerir kröfur um samhæfingu. Starfsreynsla af öðrum sviðum er líka af hinu góða.
Mikilvægt er að kírópraktor hafi getu til þess að tengja saman fræðilega þekkingu og hagnýtt handverk því að skoðunar- og meðferðartæknin krefst bæði góðrar líkamsstjórnar og hæfileika til að geta þreifað og kannað með höndum.
Kannski er mikilvægasta umbunin í starfi kírópraktors sú að geta hjálpað öðrum. En hann eða hún verður að hafa hæfileika og orku til að geta gefið öðrum mikið af sjálfum/sjálfri sér.
Kírópraktorar eru í nánum tengslum við fólk, bæði líkamlega og andlega. Mikilvægt er að spyrja sjálfan sig hvort maður sé fær um að skila því sem krafist er í því hlutverki.
Ef þú ákveður að gerast kírópraktor skaltu reikna með því að um ævilangt sínám sé að ræða. Ástæðan er sú að ný fagleg þekking kemur stöðugt fram og þess vegna á sér stað sífelld þróun á bestu
mögulegu meðferð.
Kírópraktorar á Íslandi vinna ýmist á eigin vegum eða í samstarfi við aðra óháða heilbrigðisstarfsmenn. Erlendis er þó víða hægt að stunda kírópraktík innan opinbera heilbrigðiskerfisins.
Skólar - Hvar hægt að læra greinina? Menntun kírópraktora byggist á alþjóðlegum stöðlum sem skilgreindir hafa verið af Council on Chiropractic Education (CCE) og European Council on Chiropractic Chiropractic Education (ECCE).
Námslán Hægt er að sækja um námslán vegna náms í kírópraktík. Mælt er með því að tilvonandi námsmenn kynni sér rækilega reglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) og beri undir hann lánshæfi náms hverju sinni. Sjá grunnupplýsingar hér. Ath. að ekki eru innheimt skólagjöld við Syddansk Universitet Odense.
Athugið: Vakin er athygli á því að nám við Skandinaviska Kiropraktorhøgskolan í Stokkhólmi veitir ekki háskólagráðu og skólinn er ekki viðurkenndur á alþjóðlegum vettvangi.
Fræðast má um nám kírópraktora með því að smella á tengla stofnana sem veita tilskilin réttindi hér að neðan:
Eftirfarandi skólastofnanir í Evrópu hafa hlotið viðurkenningu ECCE:
Anglo-European College of Chiropractic (AECC) Bournemouth - Englandi
Syddansk Universitet Odense Í Odense - Danmörku
Institut Franco-Européen de Chiropraxie Paris og Toulouse - Frakklandi
University of South Wales Cardiff - Wales
Universität Zürich Zürich - Sviss
ÁSTRALÍA / ASÍA School of Chiropractic at Murdoch University Perth - Ástralíu
Macquarie University Centre for Chiropractic Sydney - Ástralíu
Royal Melbourne Institute of Technology Department of Chiropractic, Osteopathy and Complimentary Medicine. Melbourne - Ástralíu
New Zealand College of Chiropractic Auckland - Nýja-Sjálandi
Tokyo College of Chiropractic Tokyo - Japan
BANDARÍKIN Cleveland Chiropractic College - Kansas City Kansas City - Kansas
Life Chiropractic College-West Hayward - California
Life University College of Chiropractic Marietta - Georgia
Logan College of Chiropractic Chesterfield - Missouri
Los Angeles College of Chiropractic of the Southern California University of Health Sciences Whittier - California
Doctor of Chiropractic Degree Program in the National University of Health Sciences Lombard - Illinois
New York Chiropractic College Seneca Falls - New York
Northwestern College of Chiropractic of the Northwestern Health Sciences University. Bloomington - Minnesota
Palmer College of Chiropractic Davenport - Iowa
Palmer College of Chiropractic, Florida Port Orange - Florida
Palmer College of Chiropractic-West San Jose - California
Parker College of Chiropractic Dallas - Texas
Sherman College of Straight Chiropractic Spartanburg - South Carolina
Texas Chiropractic College Pasadena - Texas
University of Bridgeport College of Chiropractic Bridgeport - Connecticut
Western States Chiropractic College Portland - Oregon
KANADA Canadian Memorial Chiropractic College Toronto - Ontario
Inntökuskilyrði í nám fyrir kírópraktora Inntökuskilyrði eru breytileg eftir skólum en allir verða þó að hafa lokið einhvers konar framhaldsnámi: hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri gráðu á framhaldsstigi og / eða hafa aflað sér fullnægjandi bóklegra réttinda. Flestir skólanna fara einnig fram á próf frá ákveðnum sviðum (t.d. heilbrigðisvísindum eða náttúrufræði) á framhaldsskólastigi og jafnvel viðbótarmenntun á háskólastigi.
Kröfurnar eru breytilegar og það er útilokað að gefa allar nýjustu og dagréttar upplýsingar um þá hverju sinni. Við mælum eindregið með því að áhugasamir hafi beint samband við viðkomandi skóla til þess að afla sér sem ítarlegastra upplýsinga.
Hér er finna upplýsingar um þær stofnanir sem flestir norrænir nemar leita til.
Lengd náms og lánamöguleikar Grunnnám í kírópraktík er sambærilegt um allan heim. Þetta er nær því einsdæmi í heimi fagmenntunar. Kosturinn við þetta er sá að færni útskrifaðra kírópraktora er gæðatryggð og nemandinn veit að menntunin veitir honum starfsréttindi í flestum löndum heims. Við námið bætist svo starfsþjálfun sem getur verið mismunandi að lengd eftir löndum. Á Íslandi er lengd starfsþjálfunar eitt ár og er hún verkleg og bókleg. Sjá nánar hér.
Meðalnámstími er fimm ár og lýkur með meistaragráðu (MA). Það er því hægt að nýta sér námið sem grundvöll frekara náms, t.d. PhD eða annarrar framhaldsmenntunar á háskólastigi.
Tenglar þar sem hægt er afla sér frekari upplýsinga Fulbright Stofnunin Menntastofnun Íslands og Bandaríkjanna Laugavegi 59, 101 Reykjavík Sími: 551 0860 Netfang:
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
Veffang: http://www.fulbright.is/ TOEFL-prófið Upplýsingar um TOEFL alþjóðlega stöðuprófið í ensku er að finna hér.
World Education Services(WES) P.O. Box 745, Old Chelsea Station New York, NY 10113-0745, USA tlf 1-212-966-6311 Netfang:
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
Veffang: www.wes.org
Mikilvægar upplýsingar Þeir sem hafa áhuga á náminu snúa sér beint til skólanna og biðja um nánari upplýsingar um umsóknarfesti, umsóknareyðublöð og aðstæður á hverjum stað. Víða er farið fram á meðmælabréf. Þýða verður prófskírteini yfir á ensku vegna umsókna í enskumælandi löndum. Að auki þarf að meta þau gagnvart bandarísku/kanadísku skólakerfi, ef við á. Það verk annast World Education Services (WES).
|